Refurinn og hundurinn (enska: The Fox and the Hound) er bandarísk teiknimynd framleidd af Walt Disney Productions. Myndin er byggir á samnefndri skáldsögu eftir bandaríska rithöfundinn Daniel P. Mannix. Myndin var frumsýnd þann 10. júlí 1981.
Kvikmyndin var tuttugasta og fjórða kvikmynd Disney-kvikmyndaversins í fullri lengd. Aðalpersónur eru rauðrefurinn Teddi og hundurinn Kobbi. Leikstjórar myndarinnar voru þeir Ted Berman, Richard Rich og Art Stevens. Framleiðendur voru Ron Miller, Art Stevens og Wolfgang Reitherman. Handritshöfundar voru Ted Berman, Larry Clemmons, David Michener, Peter Young, Burny Mattinson, Steve Hulett, Earl Kress og Vance Gerry. Tónlistin í myndinni er eftir Richard Johnston, Richard Rich, Jim Stafford, Jeffrey Patch og Buddy Baker. Þegar myndin kom út var hún dýrasta teiknimynd sem framleidd hafði verið en kostnaðurinn nam $12 milljónum. Árið 2006 var gerð framhaldsmynd, Refurinn og hundurinn 2, sem var aðeins dreift á mynddiski.
Talsetning
Hlutverk | Leikari |
---|---|
Mickey Rooney | Teddi |
Kurt Russell | Kobbi |
Pat Buttram | Chief |
Jeanette Nolan | Widow Tweed |
Jack Albertson | Amos Slade |
Sandy Duncan | Vixey |
Richard Bakalyan | Dinky |
Paul Winchell | Boomer |
John McIntire | Badger |
John Fiedler | Porcupine |
Keith Coogan | Ungur Teddi |
Corey Feldman | Ungur Kobbi |